top of page

Áhrif poppsins

Poppið, líkt og öll önnur tónlist hefur áhrif á þá aðila sem hlusta á það. Áhrifin eru þó mismunandi eftir því hvaða gerð popptónlistar er hlustað á. Mörg lög nú til dags vísa til kynlífs, áfengis og margra annarra hluta sem geta valdið áhyggjum hjá foreldrum. Einnig eru til popplög sem lofa lítillækkun kvenna, sjálfsmorðs tilhneigingar og uppreisn gegn yfirvöldum og þau geta átt þátt í því að hafa áhrif á skoðanir þeirra sem hlusta reglulega á þessa tónlist og breytt hugsunarhátt á neikvæðan hátt.

 

Annar þáttur neikvæðra áhrifa tónlistar eru staðalímyndirnar sem unglingar eru líklegir til þess að setja sér út frá popp menningunni. Þar sem tæknin nú til dags er orðin svo mikil gefa flest popptónskáld út myndbönd með lögum sínum og fólkið sem birtist í þeim getur gefið unglingum hugmyndir um það hvernig þau vilja líta út. Stærsti þátturinn í lítillækkun kvenna er tengdur myndböndunum þar sem konur eru voða oft sýndar sem kynverur, hlutur og sýningargripur frekar heldur en persóna. Poppstjörnur eru tískufrumkvöðlar svo fatastíll þeirra hefur ákveðin áhrif á það hvaða föt við klæðumst og teljum vera flott. Það getur einnig breytt sjálfsáliti fólks ef það hefur t.d. ekki efni á því að klæðast þeim fötum sem eru í tísku.

Áhrifin eru þó ekki öll neikvæð. Það fer eftir því hvernig hver og einn einstaklingur lítur á tónlistina og nýtir hana fyrir andlega líðan sína hvort áhrifin eru neikvæð eða jákvæð. T.d. er munur á því að líta á fötin sem stjörnur klæðast sem eitthvað sem okkur finnst við þurfa að apa eftir og að nota þau sem innblástur fyrir sinn persónulega fatastíl eða þá að líta bara framhjá þeim. Það fyrrnefnda er líklegra til þess að hafa neikvæðar afleiðingar fyrir sjálfsmyndina. Tónlistin er einnig eitthvað sem getur fengið okkur til þess að líða vel og finna fyrir tilhlökkun og hún getur líka fengið okkur til þess að klára vinnu sem er nauðsynlegt að gera eins og t.d. húsverk. Tónlistin fær okkur einnig til þess að vilja dansa eða hreyfa okkur sem er auðvitað ekkert nema jákvætt þar sem hreyfing er góð fyrir okkur. Popptónlist spilar að miklum hluta í félagslífi táninga þar sem að þeir hlusta oft á hana þegar þeir koma saman eða annað slíkt.

Heimilisverk á tónlistar

Heimilisverk með tónlist

bottom of page