top of page

Popp

Hvað er popp?

Oft er litið á popp sem ákveðna tónlistarstefnu en í rauninni sækir það innblástur sinn í nokkra tónlistarstíla eins og country, R&B, rokk, hip hop, diskó og pönk sem hafa haft áhrif á eða sameinast popp tónlist yfir seinustu fimm áratugi. Frá jazzi og rokki sækir það hljóðfæraleik, samhljómurinn kemur frá gospel og soul tónlist, tempóið frá danstónlist, undirtónar úr raftónlist og frá hip-hop sækir það hrynræna eiginleika. Þrátt fyrir það hefur popp sín eigin einkenni. Þau eru að lögin eru um 2 ½ – 5 ½ mínúta og það er ástæða fyrir því að meðallengd popplaga er þessi. Hún er sú að flest lög sem voru lengri en þetta voru klippt niður til þess að vera spiluð í útvörpum svo tónskáld fóru að semja lög sín í þeirri lengd sem þau heyrðu lög vera spiluð. Uppsetning popplaga er oftast regluleg þar sem lögin byrja á versi sem hefur ákveðinn hrynjanda sem leiðir svo út í hápunkt lagsins sem kallast viðlag og er oft endurtekið. Þessi uppsetning á þó ekki einungis við um popp heldur hafa margir tónlistarstílar frá 20. Öldinni eins og t.d. rokk og blús hana einnig.

Popptónlist er nokkuð erfitt að skilgreina vegna þess að merking þess er stöðugt að breytast. Upprunalega var popptónlist stytting á hugtakinu popular music, sem þýðir að vinsæl tónlist af hvaða stefnu sem er flokkast undir þá stefnu. En seinna aðskildi það sig frá popular music og öðlaðist nokkurn veginn sína eigin merkingu svo popptónlist nær einungis yfir hluta af því sem flokkast undir popular music.

Þróunin

Þróun poppsin má rekja langt aftur til tónlistar við upphaf 20. aldar og um hana miðja þar sem að rætur þess tengjast blús, swing, country og annarri músík sem var ríkjandi á þeim tíma. Það var þó ekki fyrr en um 1950 – 1960 sem popp öðlaðist sína eigin stefnu og ástæðan fyrir því að svo varð er að þá stefndu popp og rokk í sitthvora áttina. Uppruni poppsins er því nátengdur rokki en það er blanda af bæði því og þjóðlagatónlist.

Mismunandi gerðir þess

Fjölbreytileiki popplaga er mikill og ein ástæða þess er að tónlistarmenn sækja mismikinn innblástur í aðrar stefnur fyrir lög sín. Sum þeirra hafa klassísk hljóðfæri sem undirleik líkt og mörg lög eftir Adele gera. Someone Like You er gott dæmi um lag eftir hana sem gerir það því það hefur einungis píanó sem undirleik við söng hennar. Svo eru aðrir músíkantar sem hafa þróað tónlist sína úr einni gerð í aðra. Eins og t.d. Taylor Swift sem hóf feril sinn á því semja country lög í að einblína meira á popp en þrátt fyrir þessa breytingu má enn heyra að mörg lög hennar minna á country. Mjög þekktir tónlistarmenn hafa fengið hip hop til þess að fara sí hækkandi sem stór hluti poppsins. Rapparinn Drake er þar á meðal og hann hefur verið einn af topp poppstjörnum seinustu ára og með vinsældum hans og annarra hefur hip hop músík verið haldið uppi í popp menningunni. Með aukinni tækni hefur raftónlist orðið mjög ríkjandi í nútíma poppi og lög sem hafa undirleik í þeim stíl hafa verið einna hæst á vinsældalistum. Svo eru til mismunandi gerðir af poppi eftir menningarheimum, eins og til dæmis er Evrópskt popp öðruvísi frá afrísku poppi.

bottom of page