top of page

Frédéric François Chopin

François Frédéric Chopin var rómantískt tónskáld uppi á árunum 1810-1849. Chopin var pólskur píanóleikari og tónsmiður sem skrifaði aðallega einleiksverk fyrir píanó. Hann þróaði sérstaka píanó tækni og stíl sem enginn hafði heyrt áður sem hafði mikil áhrif á framtíðar tónskáld. Innblástur hans kom ekki frá málverkum eða bókmenntum eins og hjá flestum heldur samdi hann lög sín út frá tilfinningum sínum.

Foreldrar hans voru músíkantar og þau spiluðu bæði á píanó en faðirinn spilaði einnig á flautu. François átti fjölda píanókennara en það var móðir hans sem byrjaði að kenna honum. Seinna meir fékk hann almennilega kennslu frá Wojciech Zywny. Chopin var undrabarn og það var uppgötvað mjög snemma á ævi hans. Hann var byrjaður að spila á tónleikum og semja tónverk áður en hann náði 8 ára aldri. Hann er sagður vera færasta tónskáld rómantíska tímabilsins.

Um tvítugt flutti hann til Parísar og bjó þar restina af lífi sínu. Þar kynntist hann Franz Liszt sem einnig var þekkt tónskáld. Þeir urðu ákaflega góðir vinir og þeir áttu það til að spila saman á tónleikum.  

Frá 1842 fór Chopin að veikjast alvarlega og því þurfti hann að hafna mörgum boðum um að spila vegna þess að hann átti erfitt með að hreyfa sig. Með tímanum fór heilsa Chopins versnandi og peningar tæmdust úr vösum hans. Hann neyddist því til að halda tónleika svo hann fór til London og Skotlands þar sem hann spilaði fyrir almenning en meðal áhorfenda voru Victoria drottning og Albert prins. Einnig fór Chopin að kenna á píanó.

Í nóvember 1848 flutti hann síðustu tónleika sína í London en hélt svo aftur til Parísar. Október 1849 versnuðu veikindi hans mikið og Chopin lést 17. október 1849 í París aðeins 39 ára gamall úr því sem haldið er hafa verið berklaveiki.

Sturluð staðreynd-> Chopin samdi yfir 230 tónverk!

Hans þekktustu verk

Op. 28 No. 7 (Prelude)

strong>Polonaise Opus 53 Heroic

Nocturne Op. 9 No. 1

Nocturne Op. 9 No. 2

Waltz No. 6 in D Flat Major, Op 64, No. 1, “Minute”

bottom of page