top of page

Rómantík

Rómantíska tímabilið kom á eftir því klassíska og hófst upp úr aldamótunum 1800 og endaði árið 1850. Áður en Rómantíska tímabilið kom til sögunnar var klassíska stefnan ríkjandi. Tónlist þessara tveggja stíla var mjög ólík svo þess vegna var rómantík talin stór bylting í músík menningunni.

Það sem einkennir rómantík eru áherslur á tilfinningar, umhyggju á náttúru og fortíðarþrá. Rómantík hafði meiri hreyfingu í tónverkunum og tónlistin var ástríðufyllri heldur en þeir stílar sem höfðu áður verið. Einnig voru verkin frjálslegri. Með rómantíska tímabilinu urðu breytingar á hugmyndum, uppfinningum, viðhorfi, hljómsveitir fóru að stækka og fleiri hljóðfærum var gefið tækifæri til þess að spila. En píanóið var þó aðalkostur. Það sem var einkennandi fyrir píanó verk voru brotnir hljómar en með tímanum þróuðust verkin og músíkin varð krómantískari. Bylting varð einnig þegar tónverkin fóru að skiptast á milli dúr og moll. Óperur voru ekki síður kenndar og var miklu meira um röddun sem kom mikið fram í óperum Wagners.

Iðnbyltingin var kveikja rómantíska tímabilsins því þá var gamli heimurinn að mætast nýja og erfiðleikarnir þar á milli komu hugmyndum af stað hjá tónsmiðum. Ástæðan fyrir því að byltingin varð svona mikil er að á þessum tíma hóf stéttaskipting samfélagsins að verða ógreinilegri. Millistéttin var að öðlast meiri réttindi og að setjast hærra en áður. Á tímabilum sem áður höfðu verið, skrifuðu og fluttu tónsmiðir verk sín einungis fyrir hærra setta í samfélaginu. En á þesssum tíma byrjuðu rómantísku skáldin að halda tónleika fyrir almenning.

Kveikja tímabilsins

Hvaðan kemur orðið rómantík?

Helsta kenningin um hvaðan orðið rómantík kemur er að það hafi verið frá miðöldum og komið frá hugtakinu rómönsur sem þýddi það sama og kvæði. Þessi kvæði sögðu frá hetjudáðum og þegar einhver talaði um það sem væri rómantískt áttu þau við eitthvað frá stórkostlegum goðsögum frá fjarlægum stöðum sem oft voru uppskáldaðir.  

bottom of page