top of page

Elvis Aaron Presley

Þegar maður að nafni Sam Phillips fór að leita af hvítum manni með rödd eins og svartur maður fór heimurinn í upplausn. Þó fannst þessi maður. Hann var dáður af unglingum um allan heim en þó virkilega hataður af foreldrum vegna óviðeigandi dansspora sem gerði hann heimsfrægan. Þessi maður hét Elvis Presley og var konugur rokksins.

 

Elvis Presley var Amerískur söngvari, textahöfundur og leikari. Hann var fæddur í Missisippi og var táknrænasta átrúnaðargoð allra tíma. Það sem hafði áhrif á hans tónlist var gospel. Elvis var einn af þeim fyrstu sem náðu til fólks sem var bæði dökkt og ljóst á hörund. Elvis lærði frægu danssporin sín með því að fara inn á skemmtistaði svarts fólks. Þar fékk hann einnig innblástur fyrir lögin sín og tók jafnvel stundum lög annara því svart fólk hafði því miður ekki jafn mikil tækifæri og það hvíta á þessum tíma. Með kynferðislegum danssporum hans og textum bældi hann niður skömmina í samfélaginu á að vera með kynferðislegar langanir.

 

Seinni hluta ferils hans breytti Elvis um stefnu til að höfða til eldra fólks einnig. Hann breytti fatavali og tónlistarstíl. Hann varð svo kvikmyndastjarna svo hann náði til stærri aðdáendahóp en áður fyrr.

Vinsælustu lög Elvisar

Elvis Presley - Jailhouse Rock

Elvis Presley - Can't Help Falling In Love

bottom of page