top of page

Rokk

Í Bandaríkjunum kringum 1950-60 var rokkið kynnt til sögunnar. Þegar þú hugsar um rokk er líklegt að þú sjáir fyrir þér mann með sítt hár að sveifla því fram og til baka um leið og hann spilar einspil á gítar en í raun er rokk miklu meira en það. Það skiptist í yfir 200 þætti og Bítlarnir teljast til dæmis sem rokk hljómsveit. Rokkið hafði mikil áhrif á heiminn en hins vegar voru skoðanir eldri og yngri kynslóðarinnar mismunandi.

Folks tónlist, R&B, blues, jazz og gospel eru grunnþættir rokks. Mikið var um rasisma á þessum tíma og var þessi tónlist kölluð "african-american" tónlist vegna þess að svart fólk starfaði við hana. Þegar þessir áðurnefndu tónlistarstílar fléttuðust saman og þróuðust út í rokk hafði hvítt fólk áhuga og vildi vera hluti af þessari tónlistarstefnu og má segja að rokk sameinaði ólíka kynstofna. Hvítir rasistar voru þó brjálaðir.

Einnig voru yfirvöldin brjáluð og vildu eyða rokki fyrir fullt og allt. Tónleikar voru stundum bannaðir og tónlistarmenn handteknir fyrir eitthvað smávegis og stundum var ekki einu sinni góð eða gild skýring fyrir því hvers vegna þeir voru handteknir.

Margir rokkarar, svo sem Mick Jagger úr Rolling Stones og Eric Clapton urðu algjörlega heillaðir af Muddy Waters sem var Blues tónlistarmaður og sóttu margir líkt og þeir innblástur frá honum.

 

 

 

 

Rokk þótti óviðeigandi. Þessi tónlistarstíll sem lauslæti, dóp og myrkar tilfinningar fylgdu var ekki samþykkt af fullorðnum og alls ekki foreldrum. Virtu og ríku útvarpsstöðvarnar þverneituðu að spila rokk en krakkar fundu ávalt einhverjar litlar útvarpstöðvar sem spiluðu það. Mörg þeirra stálust svo með útvörpin sín undir sæng á kvöldin til að hlusta á þessa nýju og spennandi tónlist. Virtu útvarpsstöðvarnar sem spiluðu réttu tónlistina þurftu þó að mæta þeim afleiðingum að þær urðu hreinlega gjaldþrota vegna þess að litlu útvarpstöðvarnar sem spiluðu rokkið fengu yfirgnæfandi meirihluta hlustenda. Það sama gerðist einnig við fyrirtæki sem framleiddu plötur.

 

 

 

 

Rokkarar voru þekktir fyrir að drekka óhóflega mikið og nota mikið magn af dópi. Þar sem líf þeirra var mjög opinbert fór það ekki fram hjá neinum. Það hafði þau áhrif á aðdáendur þeirra, sem voru aðallega ungt fólk og unglingar, að margir fóru í neyslu vegna þess að þau vildu vera eins og tónlistarfólkið. Ef að fyrirmyndir þeirra voru að gera þetta hlaut að vera í lagi fyrir almenning að gera það sama. T.d. notuðu Bítlarnir LSD og fylgdu því margir eftir.

"...whatever the Beatles did was acceptable, especially for young people."  - Jerry Garcia

Meirihluti tónlistarfólks á rokk tímabilinu var í neyslu sem gerði það að verkum að allt of margir létust. Ástæðan fyrir því hvers vegna svona margir voru í neyslu er að það tekur á að koma fram og vera þekktur vegna þess að því fylgir m.a. mikið áreiti. Þau eru kannski að spila öll kvöld fyrir þúsundir manna og stressið tekur oft yfirhöndina og leitast þau í slökun. Það þróast svo seinna meir út í fíkn.

Dóp og drykkja

Skoðanir

bottom of page