top of page

Könnun

Mikið af rapp textum sem eru þekktir í dag eru um að reykja jónur, eiga peninga og stunda látlaust kynlíf sem getur vakið upp áhyggjur hjá mörgum foreldrum.

 

Mikið af rapp textum sem eru þekktir í dag fjalla um að reykja, eiga peninga og stunda látlaust kynlíf sem getur vakið upp áhyggjur hjá foreldrum.

Margir þeir táningar sem lifa við góðar aðstæður hlusta á og semja texta um auðæfi, kynlíf og meira. En í flestum tilfellum semja þeir sem eiga erfitt texta um tilfinningar sínar og raunveruleikann sem gerir rappið dýpra.

 

Við settum fram könnun í tveim hlutum fyrir táninga og foreldra um áhrif rappsins. Spurningar sem þar komu fram voru meðal annars:

  • Langar þig til að lifa samkvæmt þeim lífstíl sem rappað er um í lögum sem innihalda texta um dóp, peninga og kynlíf?

  • Finnst þér rapp hafa þróast til hins betra síðan það hófst (1980-90)?

  • Ef að barn þitt væri að hlusta mikið á rapp um dóp, peninga og kynlíf, myndi það valda þér áhyggjum?

 

Svo var fólk beðið um að útskýra svör sín.

 

Við deildum könnuninni um netið og við fengum um 250 svör frá fólki á öllum aldri. Okkur þótti mjög áhugavert að sjá hvaða skoðanir fólk hafði.

Börn og táningar

Forráðamenn og fullorðnir

Nokkur svör við skriflegu spurningunum eða þar sem við báðum fólk um að útskýra svar sitt.

Finnst þér rapp hafa þróast til hins betra?

 

-Mér finnst það að mörgu leyti vera hallærislegra því áður voru þetta einstaklingar sem  voru að upplifa mikið mótlæti og vanmátt sem komu fram til að tjá tilfinningar og  örvæntingu stundum en margir (ekki allir) eru bara að rappa eins dónalega og þeir geta  fyrir shock value í dag

 

-Rapp er hætt að snúast um alvöru vandamál í daglegu lífi fátækra og farið yfir í eiturlyf,  rán og nauðganir.

-Það var meiri svona "meining" í textanum í gömlu rappi.

-Rapp hefur breyst mikið, mætti segja að það sé mikill munur á hip hoppi (eldra rapp). Það er mun minna um lítillækkun kvenna í rappi en hiphoppi

-Það sem nær inn í útvarpsstöðvarnar snýst ekki um neitt annað en peninga og dóp, kvennfólk og kynlíf. Þegar ég var ung snerust textar um samfélagsleg vandamál og málefni sem skipti fólki máli. Nú til dags eru enn fleiri farnir að tala viljandi óskýrt svo það skiljist ekki hvað þeir segja og bulla bara. Taka skal fram samt að það er mjög jákvætt hvað kvennrapparar hafa fengið stærri rödd og fengið að láta ljós sitt skýna. :)

 

-Það var miklu minna um kvennfyrirlitningar og eitthvað, þetta hefur aukist verulega.

Rapp var svo miklu betra 80-90, miklu meira svona chill og bara betra almennt, menn lögðu vinnu i verkin á meðan það er allt of algengt að núna prumpi tónlistarmenn bara einhverjum skít út úr sér og skelli smá autotune og kalli það lag.

 

-Rapp um lífið eins og það er hefur farið minnkandi og rapp um dóp kynlíf og ,,tíkur'' hefur orðið vinsælla.

 

Ef að barn þitt væri að hlusta mikið á rapp um dóp, peninga og kynlíf, myndi það valda þér áhyggjum?

 

-Ég treysti því að ég hafi frætt börnin nægilega til þess að átta sig á að rapp eins og td. kvikmyndir

endurspegla ekki endilega raunveruleikann fullkomlega.

-Vond fyrirmynd sem rappið er með svoleiðis textum

 

-Ég hef voðalega litla trú á því að rapp eða bara tónlist yfir höfuð hafi áhrif á lífstíl barna

 

-Ég hef áhyggjur af því að sonur minn haldi að það sé í lagi að nota eiturlyf og koma illa fram við konur og aðra. Þessi lífstíll gengur líka út á að peningar skipti öllu máli og að það sé í lagi að stunda glæpi til að eignast þá.

-Rapp er nútímaljóðlist. Listform sem speglar menningu sína. Vissulega er hægt að finna "gott" rapp sem myndi þá túlkast sem ekki gangsta rapp en gangsta rapp er líka fínt. Ég el börnin mín upp þannig að þau hafi gagnrýna hugsun og gleypi ekki við öllu sem þau lesa eða heyra. Það á við tónlist, fréttir og margt annað. Ég trúi því að uppeldið komi í veg fyrir að þau haldi að glysheimur rappsins um dóp, peninga og kynlíf sé norm hjá einhverjum.

-Byssuleikir láta þau ekki vilja skjóta fólk, af hverju ætti rapp að láta þau vilja selja dóp og nauðga?

 

 

Finnst þér lítillækkun kvenna áberandi í rappi?

 

-Þó svo rapptextar séu uppfullir af kvenfyrirlitningu, dópi og djammi eru samtöl um raunveruleika lífsins sterkari þeim.

 -Sumir nota það því þeim finnst það greinilega hækka sig að gera lítið úr konum, en svo getur maður bara hlustað á góða rappara sem hafa vit i hausnum og gera það ekki

 

bottom of page