top of page

Rapp/Hip hop

Rapp er samsetning texta, takts, flæðis og framburðar og er oft flutt með hljóðfæraleik eða beatboxi. Rappið má rekja til vestur Afríku þar sem fyrir nokkur hundruðum ára sló fólk á trommur og sagði sögur í leiðinni eða sungu vinnu- eða trúarleg lög sem eru voða lík rappi í dag. Rapp var þó ekki þekkt sem tónlistarstefna fyrr en um 1960-70 og náði ekki vinsældum fyrr en um 1990. Orðið "rap" má svo rekja til Bretlands aftur um nokkrar aldir eða til 16. aldar og þá þýddi það að að slá fast á hart yfirborð.

 

 

Þeir sem hófu hip hop-ið voru svart fólk í New York, Bandaríkjunum. Margir rugla hip-hop og rappi saman en í raun er þetta sitthvor hluturinn. Rapp getur þó verið partur af hip-hop lögum. Hip hop er meira en tónlistarstíll og má segja að það flokkist undir lífstíl. Hip-hop er “break“ dans, söngur, veggjakrot og fatastíll en rapp er ákveðin ljóðlist og oftast er ort um alþýðumenningu.

Einnig notar fólk rapp til þess að tjá tilfinningar sínar. Graffiti eða veggjakrot er hluti af hip-hop-i og var notað til að koma tilfinningum gagnvart pólitík á framfæri eða fyrir gengi til að merkja svæðin sín.

bottom of page