top of page

Konungur poppsins

Michael Jackson er oft sagður vera konungur poppsins og það er gild ástæða fyrir því. Ævi hans var viðburðarík og frægð hans var ein sú mesta sem poppstjarna hefur upplifað. Það var ekki einungis eitt atriði sem gerði hann að konungi poppsins heldur var það allt sem hann áorkaði á lífsleiðinni. Á sínum yngri árum var hann í The Jackson 5 en það var ein þekktasta popphljómsveit allra tíma. Hún samanstóð af fimm bræðrum og það einstaka við þá var að þeir voru allir svartir. En ástæðan fyrir því að það þótti sérstakt var að þeir voru á meðal fyrstu hljómsveitanna með einungis svörtum mönnum til þess að heilla hvíta áheyrendur. Lög þeirra lentu nokkrum sinnum í fyrsta sæti á vinsældalistum og seinna hlutu þeir Grammy verðlaun. Það að vera í hljómsveitinni hjálpaði Michael með feril sinn sem einsöngvari.

Áhrif hans á músík

Michael Jackson í tónlistarmyndbandinu sínu Thriller.

30. nóvember árið 1982 gaf hann út plötuna Thriller og er hún best selda plata í heimi. Eftir að platan var gefin út varð Michael Jackson heimsfrægur. Lagið Thriller var í fyrsta sæti á vinsældalistum í fjölmörgum löndum, þar á meðal í Ítalíu, Bandaríkjunum, Frakklandi, Írlandi, Suður - Afríku og Nýja Sjálandi. Hann varð því einn þekktasti söngvari allra tíma. Michael Jackson breytti popp menningu með einu tónlistarmyndbandi. Hann gaf út 13 mínútna myndband með heimsfræga laginu sínu Thriller. Myndbandið var líkt og stuttmynd og hlaut mikla athygli. Vegna þess fóru margir aðrir tónlistarmenn að gefa út ,,stuttmyndir´´ með lögum sínum.

Á einn eða annan hátt hefur Michael Jackson haft áhrif á marga tónlistarmenn sem á eftir honum komu . Svo er enn óhjákvæmilegt að hunsa þennan merka músíkant.

Það var ekki einungis söngurinn sem gerðu hann svo þekktan. Danssporin hans og fötin sem hann klæddist voru einkennandi.

Lög eftir Michael Jackson

Billie Jean

Beat it 

Thriller

I Want You Back (á tímabili hans með The Jackson 5)

bottom of page