top of page

W.A. Mozart

Margir halda að Mozart sé frumkvöðull þessa tímabils en svo er ekki. Það voru tónlistarmenn frá bæði Ítalíu og Þýsklandi sem þróuðu barokk yfir í klassík. Mozart er þó sá músíkant klassíska tímabilsins sem einkenndi það hvað mest.

Wolfgang Amadeus Mozart fæddist 1756 og lést  árið 1791. Hann var sannkallað undrabarn þar sem að hann var gæddur miklum tónlistarhæfileikum sem eru nánast óútskýranlegir. Á fimm ára aldri var hann farinn að frumsemja músík og hann naut mikillar athygli fyrir snilli sína. En þegar hann var kominn yfir barnsaldur fór áhugi fólks á honum minnkandi þar sem aðrir gátu spilað jafn vel og hann.

Faðir Mozarts hvatti hann til þess að öðlast mikla frægð og frama. Hann kynnti Mozart og systur hans fyrir aðalsfólki í Evrópu þegar hann var einungis sex ára gamall. Konungur Frakklands, Lúðvík 15. var meðal þeirra sem leyfði þeim að dvelja í konungsríki hans í nokkurn tíma til þess að leika á hljóðfæri fyrir hann. Í mörg ár vann hann við það að fá fasta vinnu hjá aðalsfólki en um hríð gekk það erfiðlega og er það talið vera vegna persónuleika hans frekar heldur en skort á hæfileikum.

Áhrif hans á tónlist

Tónlistarstíll Mozarts var ekki mjög breytilegur. Lög hans höfðu jú mismunandi blæbrigði en hann fór aldrei út fyrir klassíska formið. Þrátt fyrir það hafði hann mikil áhrif á tónlistarmenninguna.  Hann sýndi fram á það að tónskáld þyrftu ekki að semja verk fyrir einhvern ákveðinn aðila, stað eða viðburð. Hann gerði þessa breytingu ekki með því að hafa þetta sem hugmyndafræði heldur með því að vera fyrsti höfundurinn til þess að starfa sjálfstætt og fylgja því sem hann trúði að ætti að vera. Hann var því frumkvöðull þess að músíkantar geti verið sjálfstæðir.

bottom of page