top of page

Klassík

Almennt er notað músíkalska meiningu orðsins klassík um tónlistarstefnur sem voru þekktar fyrir 19.öld eða tónlist sem er samin fyrir sinfóníur eða hljóðfærin sem eru innan hennar. En þó orðið sé oft notað í þessari meiningu þá er það í rauninni orð yfir ákveðna tónlistarstefnu.

Það eru ekki ákveðin skil sem greina það hvenær klassíska tímabilið tók við af barokk en sumir miða þau við dauða Jóhann Sebastian Bachs sem var einn af merkustu tónskáldum barokk tímabilsins en það var árið 1750. Þó voru margir farnir að semja músík í öðrum stíl heldur en Bach þegar hann var enn á lífi svo fínt er að miða tímamótin við um miðja 17. öld.

Einkenni og tilfinningar

Helstu þættir klassíska tímabilsins voru skipulag, jafnvægi, stjórn og fullkomnun. Þessir þættir voru þó einnig einkennandi fyrir barokk, tímabilið sem var á undan því klassíska en mesta breytingin milli þeirra er sú að klassík hefur mjög sterkar laglínur sem barokk hefur ekki. Þessi þáttur gerir það að verkum að lög frá klassíska tímabilinu virka eins og heilalím því það er svo auðvelt að raula með þeim. Það sem þykir merkilegt við melódísku laglínur klassíska tímabilsins er að þær urðu ekki mikilvægasti þáttur tónlistar fyrr en þessi stíll kom til sögunnar.

 

Dæmi um auðkennandi klassískt lag með góða melódíu er Eine kleine Nachtmusik eftir Mozart sem samið er fyrir kammersveit.

Tilfinningar voru vandlega settar fram í tónlist á klassíska tímabilinu. sér. Blæbrigði innan laga voru breytileg og þau voru að mestu glaðleg en það sem fékk tilfinningarnar til þess að dýpka eða breytast voru notkun crescendo (þegar hljómur lags hækkar) og diminuendo (þegar hljómur lags lækkar).

Áhrif klassík á tónlist

Ein mestu áhrifin sem klassíska tímabilið hafði á tónlist var það hvernig hljóðfæri þróuðust. Þau hljóðfæri sem gerðu það voru m.a. píanóið sem hefur mjúklega tóna en það kom í staðinn fyrir sembal sem gaf frá sér titrandi og nokkurnveginn falskt hljóð. Stækkun hljómsveita var einnig mjög stór þáttur í breytingu tónlistarinnar.

Tréblásturshljóðfæri urðu betri og fjölbreyttari svo þau eignuðu sér sinn eigin hluta í klassískri sinfóníu. Vegna þess að sinfóníur urðu æ vinsælli meðal almennings voru ótal verk samin fyrir þær og hljómsveitir fóru að líkja eftir þeim og þróuðust þá í það form sem við sjáum oft vera leikið nú til dags. Á þessum tíma fengu blásturshljóðfæri meiri viðurkenningu sem sjálfstæð heild og voru því frekar leikin fyrir utan sinfóníurnar. Einnig urðu aðrar breyting í tónlistarmenningunni en þær er m.a. að klassískar sinfóníur og strengjakvartettar komu til sögunnar.

bottom of page