top of page

Richard Wagner

Wagner skrifaði ritgerð um tónlistarstjórn árið 1869. Í henni sagði hann frá því hvernig tónlistarstjórn gæti túlkað verk á ný. Hann sýndi þetta  í verki í eigin hljómsveitarstjórn sem var mun sveigjanlegri en stjórn annara. Að hans mati réttlætti slík nálgun aðferðir sem að fólk er í nöp við í dag eins og að endurskrifa verk. Wilhelm Furtwängler fannst sem Wagner hafi með þessu innblásið  nýrri kynslóð stjórnenda.

Faðir Richards dó hálfu ári eftir fæðingu hans og móðir hans eignaðist annan mann sem var leikari og leikrita höfundur og kallaðist Ludwig Geyer. Ást þessa manns á leikhúsi smitaði Wagner og hann tók því oft þátt í leikritum stjúpföðurs síns.

Wagner lærði á píanó hjá kennara sínum sem kenndi honum Latínu. Á níunda ári heillaðist hann gríðarlega af hryllings óperunni Der Freischutz eftir Carl Maria von Weber og má segja að þessi ópera hafi gefið honum innblástur til þess að skrifa sjálfur. Fyrsta verkið hans var harmleikur sem hann kláraði þó aldrei. Hann sótti innblástur sinn fyrir verkið í Shakespear og Goethe en þeir og Beethoven voru hans helsti innblástur. Wagner giftist fyrst söngkonu að nafni Minna en hún fór frá honum svo hann flutti til Riga og gerðist stjórnandi tónlistar í óperum. Þar kynntist hann Amalie sem var systir Minnu og trúlofaðist henni. Þeirra samband gekk þó ekki upp en hann og Minna sameinuðust aftur og eftir það flutti hann til Dresden.

 

Wagner var sendur í útlegð frá Þýskalandi árið 1849 í 12 ár vegna þess að hann hafði tekið þátt og stutt Þýsku byltinguna árið 1848. Að lokum lést hann í Feneyjum úr hjartaáfalli 69 ára að aldri þann  13. febrúar 1883 í ferð með fjölskyldu sinni.

Wilhelm Richard Wagner var tónsmiður og stjórnaði oft leikritum. Hann var frá Þýskalandi og fæddist 22. maí árið 1813. Hann var þekktastur fyrir óperur sínar og er óperu húsið Bayreuth tileinkað honum en það var byggt á 59 ára afmæli hans af Ludvwig II sem hélt mikið upp á hann. Wagner var í skuldum mest allt líf sitt en Ludwig II borgaði þær allar og gaf honum eins mikinn pening og hann þarfnaðist. Ólíkt flestum tónskáldum, samdi Wagner bæði tónlistina og textann fyrir óperur sínar og það sem var athyglisverðast í þeim voru flóknar samsetningar á textum og lögum, samhljómurinn og hljómsveitarútsetningar voru einnig ríkjandi.

 

Hans þekktustu verk

Richard Wagner - Lohengrin - Prelude

Wagner - Tristan und Isolde

Richard Wagner - Die Meistersinger von Nürnberg

bottom of page