top of page
Tónlistarstefnur 

Almennt er notað músíkalska meiningu orðsins klassík um tónlistarstefnur sem voru þekktar fyrir 19.öld eða tónlist sem er samin fyrir sinfóníur eða hljóðfærin sem eru innan hennar.Helstu þættir klassíska tímabilsins var skipulagi, jafnvægi, stjórn og fullkomnun...

Rómantíska tímabilið kom á eftir því klassíska og hófst upp úr aldamótunum 1800. Það sem einkennir rómantík eru áherslur á tilfinningum, umhyggja á náttúru og fortíðarþrá. Rómantíska tónlistin var ástríðufyllri en klassíska tónlistin og meiri hreyfing í tónverkunum...

í Bandaríkjunum kringum 1950-60 var rokkið kynnt til sögunnar. Folks tónlist, R&B, blues, jazz og gospel eru grunnþættir rokks. Þessi tónlistarstíll sem lauslæti, dóp og myrkar tilfinningar fylgdu var ekki samþykkt af fullorðnum og alls ekki foreldrum...

KLassík
Rómantík
Popp
Rapp

Oft er litið á popp sem ákveðna tónlistarstefnu en í rauninni sækir það innblástur sinn í nokkra tónlistarstíla eins og country, R&B, rokk, hip hop, diskó og pönk sem hafa haft áhrif á eða sameinast popp tónlist yfir seinustu fimm áratugi. Frá jazzi og rokki sækir það hljóðfæraleik, samhljómurinn kemur frá gospel og soul tónlist, tempóið frá danstónlist, undirtónar úr raftónlist og frá hip-hop sækir það rytmíska eiginleika. Þrátt fyrir það hefur popp sín eigin einkenni...

Rapp er samsetning texta, takt, flæði og framburð og er oft flutt með hljóðfæraleik eða beatboxi.  

Rappið má rekja til vestur Afríku en þar fyrir nokkur hundruð árum sló fólk á trommur og sögðu sögur í leiðinnin eða sungu vinnu-eða trúarleg lög sem er voða líkt rappi í dag. Rapp var þó ekki þekkt sem tónlistarstefna fyrr en 1960-70 og náði ekki vinsældum fyrr en um 1990...

rannsóknin
Niðurstaða

Í maí mánuð 2017 unnu nemendur í 10. bekk, Laugalækjarskóla að lokaverkefni sem er rannsóknarvinna um ákveðið efni sem nemendur fengu að velja sér sjálfir. Við, Guðríður Elísa og Ingibjörg Lilja ákváðum að láta verkefnið tengjast tónlist vegna þess að það er eitt af okkar helsta áhugamáli. Við fundum upplýsingar á netinu og í bókum, einnig nýttum við þekkingu okkar sem við höfðum frá því að læra í tónskóla Sigursveins. Afurðirnar okkar eru svo vefsíða og frumsamin lög eftir okkur. Þar sem að tónlist er nokkuð vítt viðfangsefni afmörkuðum við vinnuna við það að fjalla um ákveðnar tónlistarstefnur og skoða það hvað er sameiginlegt með þeim. Því komum við upp með rannsóknarspurninguna; ,,hvernig höfðu ákveðnar tónlistarbyltingar áhrif?´´  og unnum út frá henni.

Nú höfum við nokkuð skýra mynd af þessum tónlistarstefnum og vitum hvernig þær höfðu áhrif. Við fjölluðum þó ekki um alla tónlistarstíla sem til eru heldur völdum við þá sem okkur þótti áhugaverðast að skoða.

Þegar litið er yfir upplýsingarnar sem við höfum safnað saman má sjá að allar þessar stefnur eiga nokkra sameiginlega þætti þó svo þær séu ólíkar. Við komumst að því að allar tónlistarstefnur hafa fjölmarga áhrifavalda og músík breytir því hvernig önnur gerð tónlistar þróast.

Allar stefnurnar þróuðust yfir í aðrar tónlistarstefnur með því að bæta við sig öðrum og jafnvel nýjum einkennum. Sem dæmi má nefna Chopin sem þróaði nýja tækni á píanóið sem tók svo að einkenna rómantíska tímbilið.

Einnig höfðu tónlistarmenn áhrif á það hvernig ákveðnir menningarheimar breyttust. Til dæmis var Mozart frumkvöðull þess að tónskáld yrðu sjálfstæð og Michael Jackson hóf það að myndbönd eða stuttmyndir yrðu gerð við lög. Svo voru nokkrir músíkantar eins og Elvis Presley og Bítlarnir sem voru áberandi fyrir tónlistarstefnuna rokk. Þeir og margir aðrir höfðu áhrif á það hvernig lífsstíl fólk lifði vegna þess að mörgum langaði til að líkjast þeim.

Stefnur frá 1960 og sömuleiðis margir aðrir stílar hafa ekki einungis áhrif á tilfinningar og skoðanir fólks heldur tekur fólk einnig upp fataval og hárgreiðslur þekktra einstaklinga.

Ingibjörg Lilja & Guðríður Elísa
Laugalækjarskóli

Áhrif byltingarkenndra Tónlistarstefna

Við komumst líka að því að allar tónlistarstefnur eiga það sameiginlegt að vekja upp tilfinningar hjá fólki þó þær séu mismunandi. En tilfinningarnar sem vakna eru breytilegar eftir því hvaða tónlist er hlustað á og hvernig einstaklingurinn túlkar hana, t.d. eru þónokkuð ólíkar tilfinningar sem kvikna við að hlusta á klassíska sinfóníu og rokk.

Þó áhrif tónlistar séu oft ekki mikil eru þau undirliggjandi.

En er eitthvað öðruvísi við þær tilfinningar sem koma upp við það að hlusta á tónlist og þær sem við finnum fyrir vegna ákveðinna atburða eða t.d. sjónvarpsefni sem við horfum á? Þegar við horfum á kvikmyndir eða fótboltaleik höfum við ástæðu fyrir því hvers vegna við upplifum þær tilfinningum sem vakna. Það fær okkur t.d. til þess að verða reið eða jafnvel vonsvikin þegar andstæðingurinn í fótboltaleik skorar og ef við horfum á mynd þar sem eitthvað kemur fyrir persónu sem við höldum upp á þá gerir það okkur leið og sorgmædd. En þegar tilfinningar okkar vakna við tónlist er það ekki endilega textinn eða sagan sem fer fram í textanum og laginu sem tilfinningar okkar byggjast á. Heldur byggjast þær á því að við erum að bera söguna, laglínuna, melódíuna og hrynjandann, þ.e.a.s. allt lagið við okkur sjálf sem vekur í raun djúpstæðari og persónulegri tilfinningar. Þetta fer þó allt eftir aðstæðum og einstaklingum hversu opin við erum fyrir því að leyfa tilfinningunum að blómstra.

bottom of page